60% fleiri ferðamenn í nóvember
Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 36.950 erlendir ferðamenn frá landinu í nóvember síðastliðnum eða um 14 þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2011. Um er að ræða 60,9% aukningu milli ára.
Þrefalt fleiri ferðamenn á ellefu ára tímabili
Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nóvembermánuði á ellefu ára tímabili (2002-2012) má sjá 13,2% aukningu milli ára að jafnaði frá árinu 2002. Ferðamönnum hefur fjölgað úr 12.400 í tæplega 37 þúsund, sem er nærri þreföldun.
Bretar og Bandaríkjamenn 45% ferðamanna
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í nóvember frá Bretlandi (27,7%) og Bandaríkjunum (17,4%). Ferðamenn frá Noregi (8,3%), Svíþjóð (5,8%), Þýskalandi (5,2%), Danmörku (4,9%) og Frakklandi (4,1%) fylgdu þar á eftir. Samtals voru þessar sjö þjóðir þrír fjórðu ferðamanna í nóvember.
Af einstaka þjóðum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum, Norðmönnum og Þjóðverjum mest milli ára í nóvember. Þannig komu um 5.100 fleiri Bretar í ár en í fyrra, 2.300 fleiri Bandaríkjamenn, um 960 fleiri Norðmenn og 800 fleiri Þjóðverjar.
Veruleg aukning frá öllum markaðssvæðum
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá helmingsaukningu frá Bretlandi, 59% aukningu frá Norður Ameríku, 50% frá Mið- og Suður Evrópu, 33% frá Norðurlöndunum og 60% frá löndum sem eru flokkuð undir ,,annað“.
Ferðamenn frá áramótum
Það sem af er ári hefur 618.901erlendur ferðamaður farið frá landinu eða 99 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra en um er að ræða 19,1% aukningu milli ára. Ferðamönnum hefur fjölgað verulega milli ára frá öllum mörkuðum. Þannig hefur Bretum fjölgað um 39,5%, N-Ameríkönum um 18,%, Mið- og S-Evrópubúum um 13,5% og ferðamönnum sem eru flokkuð undið "Annað" um 24,8%. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað í minna mæli eða um 10,9%.
Ferðir Íslendinga utan
Um 26 þúsund Íslendingar fóru utan í nóvember síðastliðnum eða svipaður fjöldi og í nóvember árið 2011. Frá áramótum hafa 336.938 Íslendingar farið utan, 5,8% fleiri en árinu áður þegar brottfarir mældust um 318 þúsund.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Ferðamannatalningar hér á vefnum.
Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is
Nóvember eftir þjóðernum | Janúar - nóvember eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2011 | 2012 | Fjöldi | (%) | 2011 | 2012 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 4.108 | 6.414 | 2.306 | 56,1 | Bandaríkin | 74.829 | 91.414 | 16.585 | 22,2 | |
Bretland | 5.090 | 10.241 | 5.151 | 101,2 | Bretland | 62.774 | 87.554 | 24.780 | 39,5 | |
Danmörk | 1.574 | 1.804 | 230 | 14,6 | Danmörk | 39.389 | 39.557 | 168 | 0,4 | |
Finnland | 383 | 758 | 375 | 97,9 | Finnland | 11.563 | 13.047 | 1.484 | 12,8 | |
Frakkland | 993 | 1.514 | 521 | 52,5 | Frakkland | 35.135 | 40.477 | 5.342 | 15,2 | |
Holland | 751 | 835 | 84 | 11,2 | Holland | 19.460 | 20.759 | 1.299 | 6,7 | |
Ítalía | 323 | 532 | 209 | 64,7 | Ítalía | 12.141 | 13.595 | 1.454 | 12,0 | |
Japan | 526 | 1.020 | 494 | 93,9 | Japan | 6.204 | 9.286 | 3.082 | 49,7 | |
Kanada | 349 | 676 | 327 | 93,7 | Kanada | 17.619 | 18.404 | 785 | 4,5 | |
Kína | 373 | 532 | 159 | 42,6 | Kína | 8.091 | 12.777 | 4.686 | 57,9 | |
Noregur | 2.099 | 3.065 | 966 | 46,0 | Noregur | 40.507 | 49.546 | 9.039 | 22,3 | |
Pólland | 492 | 528 | 36 | 7,3 | Pólland | 12.836 | 13.461 | 625 | 4,9 | |
Rússland |
|