Áætlun samgönguráðuneytisins á formennskuári í Norðurlandaráði
25.11.2003
Á næsta ári mun Ísland vera í formennsku í Norðurlandaráði og hefur samgönguráðuneytið í fyrsta sinn birt formennskuáætlun sína í sérstökum bæklingi. Á þeim vettvangi er sjónum manna í auknum mæli beint að ferðaþjónustu sem vaxandi atvinnugrein ef rétt er á málum haldið. Samgönguráðuneytið leggur m.a. áherslu á að á þessum vettvangi verði stuðlað að gerð samnorrænnar stefnumótunar á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Á vef samgönugráðuneytisins má fræðast nánar um áætlunina, m.a. nálgast umræddan bækling sem er á dönsku.