Að sigra heiminn á 90 mín!
Afþreyingarnefnd SAF í samstarfi við Kapal markaðsráðgjöf býður upp á fyrirlestur þar sem farið verður í markaðssetningu á netinu
Fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 31. október, klukkan 9.00 – 10.30 í fundarsal SAF, 6. hæð Borgartúni 35.
Á fyrirlestrinum verður farið yfir það helsta sem snýr að markaðssetningu á netinu fyrir ferðaþjónustuaðila. Meðal efnis sem farið verður í er árangursrík uppbygging vefsíðna fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, farið í grunnatriði leitarvélabestunar og hvernig á að skrifa texta fyrir netið. Auk þess að farið verður yfir helstu leiðir í markaðssetningu í auglýsingakerfi Google þ.a.m. PPC auglýsingar og vefborðaauglýsingar inn á ákveðin markaðssvæði eða markaðssyllur. Þá verður farið yfir helstu nýjungar á samfélagsmiðlum og rýnt í mikilvægi þeirra.
Fyrirlesturinn verður í höndum Gunnars Thorbergs Sigurðssonar og Eddu Sólveigu Gísladóttur hjá Kapal markaðsráðgjöf.
Skráning fer fram á info@saf.is
Nánari upplýsingar (PDF)