Að skilja kínverska markaðinn
Evrópska ferðamálaráðið (ETC) og Alþjóða ferðamálaráðið (UNWTO) gáfu nýverið út í skýrslu niðurstöður könnunar sem ber heitið “Understanding Chinese Outbound Tourism – What the Chinese Blogosphere is Saying About Europe”.
Upplifun af Evrópuheimsókn
Fram kemur að u.þ.b. 4 milljónir Kínverja ferðuðust til Evrópu á árinu 2011 og er fastlega búist við að sú tala muni hækka umtalsvert á komandi árum. Með því að skoða milljónir af sögur sem Kínverjar deildu á Internetinu af ferð sinni til álfunnar er í könnuninni reynt að komast til botns í hvernig þeir upplifðu ferðalag sitt og hvað Evrópa merkir í hugum þeirra. Sérstaða könnunarinnar felst í því að beitt er ákveðinni aðferðafræði þar sem blandað er saman tölfræðilegri greiningu og svokölluðum eigindlegum rannsóknaraðferðum til að finna þau meginatriði sem einkenndu upplifun ferðamannanna.
Gríðarlegur vöxtur í netnotkun Kínverja
Um hálfur milljarður Kínverja hefur aðgang að Internetinu sem er til samanburðar rúmlega tvöfaldur sá fjöldi Bandaríkjamanna sem notar
Netið. Netnotkun Kínverja, ekki síst tengt ferðaþjónustu, fer stigvaxandi og hefur aukist um tæp 60% á milli ára. Því er ekki
að undra að margir horfi til þessa spennandi markaðar.
Hægt er að panta skýrsluna á vef ETC og einnig skoða efnisyfirlit hennar.