Aðalfundur Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins
Aðalfundur Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins (FSH) verður haldinn í Hlégarði í Mosfellsbæ, föstudaginn 22. febrúar 2008 og hefst kl: 14:00.
Formaður samtakanna er Pétur Rafnsson. Af verkefnum síðasta starfsárs nefnir hann að samtökin tóku þátt í Ferðasýningunni 2007 (áður Ferðatorg) með öðrum landshlutasamtökum, eins og þau hafa gert frá árinu 2000. Áfram var unnið eftir samstarfssamningi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og FSH um kynningarmál og upplýsingamiðlun sem Pétur segir vera komna góða reynslu á. Á þeim vettvangi sé ýmislegt á döfinni til að efla kynningu á svæðinu enn frekar. Samtökin áttu í fjórða sinn aðild að verkefninu Ferðalangur, með Höfuðborgarstofu og fyrirtækjum á svæðinu, og tókst nokkuð vel til. Loks nefnir Pétur að fulltrúar FSH hafi tekið virkan þátt í starfi Ferðamálasamtaka Íslands og fleiri samtaka og ráða tengdum ferðamálum og ferðaþjónustu.
Dagskrá :
Kl.: 14:00 Afhending fundargagna
Kl.: 14:05 Setning - Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka hbsv.
Kl.: 14:10 Ávarp Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Kl.: 14:25 Aðalfundarstörf skv. lögum FSH
Kl.: 15:30 Kaffihlé
Kl.: 16:00 Framhald aðalfundarstarfa skv. lögum FSH
Kl.: 16:30 Fundarslit
Kl.: 16:40 Móttaka
Fundarstjóri: Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ.
Fulltrúar sveitarfélaga og fyrirtækja skrái sig á fundinn í síma 898-6635 eða petur@icetourist.is .