Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands verður haldinn í Reykholti í Borgarfirði þriðjudaginn 17. apríl 2012 og hefst kl. 13. Þar verða flutt fróðleg erindi og er fundurinn opinn öllum sem vinna við og hafa áhuga á ferðaþjónustu.
Dagskrá:
Kl. 13. 00. Gæðakerfið VAKINN, það er okkar mál !!!
Gæða- og umhverfisverkefnið er unnið í náinni samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands, enda mikilvægt að breið samstaða skapist um þennan málaflokk. Meginmarkmið kerfisins er að auka og efla gæði í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Áslaug Briem verkefnisstjóri á Ferðamálastofu verður á fundinum með ýmis gögn og leiðbeiningar um fyrstu skrefin
kl. 14. 00 " Auður eyjunnar "
Undirtitill: Um fólk í ferðaþjónustu framtíðar
Hansina B Einardóttir, Þróunarstjóri hjá Skref fyrir skref ráðgjöf
Í erindi sínu mun Hansína m. a fjalla um viðhorf ferðþjónustuaðila hér á landi til atvinnugreinarinnar og horfa til framtíðar. Síðastliðið sumar heimsótti hún 126 ferðaþjóna um allt land til að kanna þörf og áhuga á menntun í ferðaþjónustu. Inn í þetta fléttar hún stuttan samanburð og dæmi frá ferðum í vetur til UK, Lanzarote, Fuenventura og Írlands.
Kaffihlé
Kl. 15.30 Venjuleg aðalfundarstörf
Kl. 17.30 fundi slitið kl.
20.00 Kvöldverður og kvöldvaka
Gistitilboð á Hótel Reykholti
Nánari upplýsingar og skráning á www.ferðamálasamtok.is eða í síma 866-6858