Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands á Höfn
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands var haldinn á Höfn í Hornafirði á dögunum. Aðalfundur samtakanna er jafnan vettvangur fjörugra skoðanaskipta og var engin undantekning nú.
Á fundinum voru málefni ferðaþjónustunnar rædd frá ýmsum hliðum. Fjölmörgum tillögum var vísað til stjórnar til afgreiðslu og ljóst að hennar bíður mikilvægt starf næstu misseri að skilgreina þær tillögur sem fram komu. Sérstaka athygli vakti tillaga sem samþykkt var af þinginu varðandi starfsemi markaðsstofa á landsbyggðinni en þingið ályktaði að markaðsstofur ættu að vera sjö talsins og hvatti ráðherra til að veita þeim fé svo rekstur þeirra væri tryggður til framtíðar.
Pétur Rafnsson var einróma endurkjörinn formaður samtakanna með lófataki.
Meðfylgjandi mynd tók Jón Jáll Hreinssson www.vestfirskferdamal.is