Fara í efni

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Aðalfundar Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn í Bjarnarfirði á Ströndum um næstu helgi. Fundurinn er öllum opinn og í tengslum við hann verða ýmis fróðleg erindi.

Til dæmis má nefna að Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri ferðamála í samgönguráðuneytinu, mun ræða um ýmislegt sem er á döfinni í ferðamálum svo sem frumvarp um ný lög um ferðamál, samgöngumál, sérleyfismál. Éinar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamáalráðs mun flytja erindi sem hann kallar Vestfirsk ferðaþjónusta í þágu náttúrunnar, auk þessa verður kynning á undirbúningi að markaðsskrifstofu fyrir Vestfirði og ferðamálafulltrúar munu segja frá þeim verkefnum sem verið er að vinna að, auk fleiri erinda.

Dagskrá (með fyrirvara um breytingar):

Föstudagur 6. maí

  • 18:00-20:00
    Komið að Hótel Laugarhóli
    Fundargestir mæta á svæðið. Hægt að kaupa léttar veitingar.
  • 20:00-21:00
    Erindi og umræður um samgöngu- og ferðamál
    Helga Haraldsdóttir, deildarstjóri ferðamála í Samgönguráðuneytinu heldur erindi um ný lög um ferðamál, samgöngumál og fl. Að loknu erindu Helgu verða umræður um erindið.
  • 21:00-22:45
    Málþing um markaðsmál og fyrirhugaða Markaðsskrifstofu Vestfjarða
    Neil Shiran Þórisson og Aðalsteinn Óskarsson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða kynna fyrir fundargestum vinnu og undirbúning að Markaðsskrifstofu Vestfjarða, en hugmyndin að skrifstofunni hefur þróast út frá vinnu félagsins við markaðsáætlun. Opnar umræður verða um markaðsskrifstofu eftir erindi þeirra félaga.


Laugardagur 7. maí

  • 9:00-11:00
    Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða
    Skýrsla stjórnar, farið yfir reikninga félagsins, lagabreytingartillögur, kosning stjórnar, starfsáætlun fyrir næsta ár og önnur mál. Kaffihlé og örstutt gönguferð í nágrenni Laugarhóls.
  • 11:00-12:00
    Erindi og umræður
    Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs:
    Einar flytur erindi sem ber heitið Vestfirsk ferðaþjónusta í þágu náttúrunnar. Umræður verða að erindi loknu.

12:00-13:00
Matarhlé - Léttur hádegismatur á Hótel Laugarhóli.

  • 13:00-15:00
    Erindi og umræður
    Ferðamálafulltrúar Vestfjarða flytja stutt erindi
    Matthías Henocque Jóhannsson, hótelstjóri á Laugarhóli:
    Rekstur hótels á hjara veraldar.

15:00 Kaffihlé

  • 15:30-16:30
    Nýjungar og breytingar í ferðaþjónustu á Vestfjörðum
    Vestfirðingar segja í stuttu máli frá því sem er að gerast í ferðaþjónustunni á ólíkum hornum og hliðum Vestfjarðakjálkans. Einstakt tækifæri til að fræðast um nýmæli í ferðaþjónustu í fjórðungnum, fá fréttir af ferðafólki og fregna hvað er að gerast eða ekki að gerast á einstökum svæðum.

16:30-17:00 - Hlé

  • 17:00-19:00
    Skemmtiferð um nágrenni Laugarhóls.
  • 20:00
    Árshátíð ferðaþjóna á Vestfjörðum hefst á Hótel Laugarhóli. Þríréttaður kvöldverður og skemmtun.

Sunnudagur 8. maí

Brottför. Morgunmatur fyrir þá sem vilja. Sundlaug er á staðnum.

Fundurinn er öllum opinn. Hann hefst kl. 20:00 á föstudagskvöld og eru gestir vinsamlegast beðnir að láta vita af þátttöku í kvöldverði og panta gistingu sem allra fyrst hjá Hótel Laugarhóli (s. 451-3380) eða á netfangið matti@snerpa.is. Einnig er hægt að fá gistingu á Gistiheimilinu Borgabraut á Hólmavík og á Kirkjubóli 10 km. sunnan við Hólmavík.


Tilboð á gistingu og mat á Hótel Laugarhóli

Gisting og matur:
Gisting í eins manns herbergi með baði kr. 6.000.-
Gisting í tveggja manna herbergi með baði kr. 7.900.-
Gisting í eins manns herbergi án baðs kr. 4.000.-
Gisting í tveggja manna herbergi án baðs kr. 5.400.-
Svefnpokapláss í herbergi án baðs kr. 1.800.- per mann
Svefnpokapláss í herbergi með baði  kr. 2.500.- per mann

Morgunverður kr. 750.-
Súpa ?fiskur ? kaffi, föstudagskvöld kr. 1.800.-
Matarmikil súpa og brauð og kaffi í hádegi á  laugardag kr. 600.-
Hátíðarkvöldverður laugardagskvöld
forréttur- aðalréttur og eftirréttur kr. 3.000.-