Ævintýralandið Ísland aldrei stærra
Ævintýralandið Ísland, fjölbreytt blað um ferðaþjónustu á Íslandi, kom út í gær og var dreift með Morgunblaðinu. Blaðið er mikið að vöxtum, 72 síður að stærð.
Þetta er í fjórða sinn sem Athygli gefur út Ævintýralandið Ísland í samvinnu við Ferðamálasamtök Íslands. Blaðið er spegill þeirrar þróttmiklu starfsemi sem þrífst í ferðaþjónustunni á Íslandi og þar eru kynntar í máli og myndum fjölmargar hugmyndir að ferðalögum um landið bláa í sumar, segir í tilkynningu. . Fram kemur að um era ð ræða stærsta auglýsinga- og kynningarblað sem Athygli hefur gefið út.
?Í raun er ferðaþjónustan aldrei mikilvægari en einmitt nú. Hún skapar mörg störf og eykur gjaldeyristekjur þjóðarinnar sem við þurfum svo sannarlega á að halda um þessar mundir en velta hennar var um 115 milljarðar árið 2008. Fyrir svo utan það, hve gaman er að ferðast um landsins breiðu byggðir - ævintýralandið Ísland," segir Pétur Rafnsson formaður Ferðamálasamtaka Íslands í viðtali í Ævintýralandinu. Blðaið er einnig aðgengilegt í PDF-útgáfu.
- Ævintýralandið Ísland (PDF)