Afgreiðsla umsókna um styrki til úrbóta í umhverfismálum
Alls bárust Ferðamálastofu 131 umsókn um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum á yfirstandandi ári en auglýst var eftir umsóknum um styrki í desember síðastliðnum. Umsóknirnar voru afgreiddar af starfsfólki Ferðamálastofu og hlutu 62 verkefni styrk að þessu sinni.
Til úthlutunar voru um 48 milljónir króna sem skiptast í fjóra flokka. Við úthlutun að þessu sinni var sérstaklega horft til úrbóta í aðgengismálum á áninga- og útivistarstöðum. Umsóknir hljóðuðu uppá samtals 217.822.500- krónur.
Minni verkefni
Í flokknum minni verkefni gátu styrkir að hámarki numið 500 þúsund krónum. Alls bárust 75 umsóknir en 38 aðilar fengu styrk, samtals að upphæð 10.700.000. Af því leiðir að mörgum verðugum verkefnum varð að hafna að þessu sinni. Þetta er sama reynsla og fengist hefur á undangengnum árum þar sem fjárhæð umsókna hefur verið margföld sú upphæð sem verið hefur til ráðstöfunar.
Stærri verkefni á fjölsóttum ferðamannastöðum
Í flokkinn stærri verkefni á fjölsóttum ferðamannastöðum bárust 21 umsóknir og hlutu 9 verkefni styrk, samtals að upphæð 17.100.000 krónur.
Uppbygging á nýjum svæðum
Í þriðja flokkinn, uppbygging á nýjum svæðum, bárust 35 umsóknir. Úthlutað var 10.900.000- krónum sem skiptast á 9 verkefni.
Aðgengi fyrir alla
Í fjórða flokkinn aðgengi fyrir alla voru valin verkefni sem sérstaklega miða að því að bæta aðgengi að útivistarstöðum með tilliti til aðgengis hreyfihamlaðra. Sex verkefni fá styrk til þessara verkefna að upphæð 9.200.000-. Að auki má segja að um 15 verkefni, úr hinum flokkunum, sem hlutu styrki stuðli að einhverju leiti að bættu aðgegni.
Náttúran í forgangi
Til viðmunar við úthlutun er stuðst við reglur um forgangsröðun styrkja sem fylgt hefur verið síðustu ár. Mikilvægi verkefna er vegið eftir því hver áhrif framkvæmdarinnar eru á náttúru og umhverfi. Í meginatriðum er flokkunin eftirfarandi:
1. Náttúruvernd
2. Upplýsingar og öryggismál
3. Áningarstaðir
4. Annað
Verkefni sem stuðla að náttúruvernd eru því forgangsverkefni. Einnig er reynt að fylgja eftir því opinbera markmiði sem fram kemur í Ferðamálaáætlun 2006 -2015 að uppbygging ferðaþjónustunnar skuli taka mið af sjálfbærri þróun í samfélaginu.
Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu, segir að heldur færri umsóknir hafi verið í ár og muni þá elst um að færri eru að ?kasta? inn umsóknum á síðustu stundu, oft á tíðum ófullkomnum og lítt úthugsuðum hugmyndum. Umsóknarferlið hafi gengið nokkuð vel fyrir sig í ár og greinilegt að undirbúningur verkefna batnar með hverju árinu "Það er ljóst að mörg verðug verkefni verða að bíða að þessu sinni og vissulega er alltaf erfitt að geta ekki orðið við góðum umsóknum," segir Valur.
Minni styrkir: | |||
Sveitarfélag / svæði | Verkefni | Umsækjendur | Styrkur |
Ýmsir staðir | Hreinsun strandlengjunnar | Veraldarvinir |
400.000 |
Borgarfjörður eystri / Víknaslóð | Göngukort um Víknaslóð | Ferðamálahópurinn á Borgarfirði | 500.000 |
Seyðisfjörður | Göngubrú yfir Vestdalsá | Gönguklúbbur Seyðisfjarðar | 300.000 |
Seyðisfjörður / Skálanes | Öryggisúrbætur á bjargbrún | Skálanessetur ehf. |
250.000 |
Hérað / Lagarfljót | Upplýsingaskilti um Lagarfljótsorminn | Omsskrínið | 200.000 |
Hérað / Fljótsdalur | Merking gönguleiða í Fljótsdal | Ferðamálanefnd Fljótsdalshrepps | 250.000 |
Djúpivogur / Papey | Endurbætur á lendingaaðstöðu | Papeyjarferðir ehf. | 500.000 |
Álftafjörður / Lón | Söguskilti - Þvottá og Bæ í Lóni | Gísli Sv. Árnason | 250.000 |
Hornafjörður / Lónsöræfi | Salerni á Illakambi | Ferðafélag A - Skaftafellssýslu | 200.000 |
Hornafjörður / Sultartungnagil | Upplýsinga- og varðúðarskilti | Ís og Ævintýri ehf. |
250.000 |
Húnaþing vestra / Miðfjörður | Göngustígar -Ásdísarlundur/Króksstaðakatlar | Kvenfélagið Iðja |
150.000 |
Dalvíkurbyggð / Árskógsströnd | Aðgengi að sögustað | Sveinn Jónsson | 200.000 |
Eyjafjörður / Hrísey | Göngustígar um Hrísey | Markaðsráð Hríseyjar | 250.000 |
Kjósahreppur | Uppl. göngu- og reiðleiðaskilti af Kjósahreppi | Kjósahreppur | 250.000 |
Reykjavík / Viðey | Hvíldarsvæði við gönguleiðir | Reykjavíkurborg | 400.000 |
Flóahreppur | Fræðsluskilti við Þjórsárver | Félagsheimilið Þjórsárver | 150.000 |
Flóahreppur | Merking gönguleiðar að helli við Haug | Atv.og ferðam.n. Flóahrepps | 150.000 |
Bláskógabyggð / Skálholt | Söguslóð, fræðsluskilti í Skálholti | Skálholtsstaður |
200.000 |
Bláskógabyggð / Geysir | Reiðstígar við Geysi í Haukadal | Hestamannafélagið Logi | 500.000 |
Þjórsárdalur | Vatnsöflun fyrir ferðamannastaði | Skeiða og Gnúpverjahreppur | 250.000 |
Hrunamannahreppur | Upplýsingaskilti við Brúarhlöð | Ferðamála.n. Hrunamannahrepps | 200.000 |
Hrunamannahreppur | Gönguleiðir á Miðfell | Þróunarfélag Hrunamannahrepps | 200.000 |
Vestmannaeyjar | Gönguleiðir í nýja hrauninu | Upplýsingamiðst. í Vestmannaeyjum | 250.000 |
Vestmannaeyjar | Göngukort um söguslóð Tyrkjaránsins | Upplýsingamiðst. í Vestmannaeyjum | 250.000 |
Dalir og Reykhólar | Gönguleiðakort, Dalir -Reykhólar -Vestfirðir |
|