Fara í efni

AFLÝST - Áhrif loftslagsbreytinga á ferðaþjónustuna á Íslandi - hádegisfyrirlestrar

Heinabergsjökull - mynd: Arnar Dansson
Heinabergsjökull - mynd: Arnar Dansson

Fyrirlestri Ferðamálastofu og Ferðaklasans sem átti að halda á morgun fimmtudaginn 10. febrúar fellur því miður niður vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Ferðamálastofa biðst velvirðingar á þessum skamma fyrirvara.

 

----

 

Ferðamálastofa og Ferðaklasinn taka nú upp þráðinn í fyrirlestraröð sinni um áhugaverð rannsóknarefni í ferðaþjónustu á vormisseri 2022. Fyrsti hádegisfyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 10. febrúar, kl. 12:10 um fésbókarsíðu Ferðamálastofu. Hann fer alfarið fram um netið að þessu sinni og verður jafnframt gerður aðgengilegur síðar á heimasíðu Ferðamálastofu. Athugið að fyrirlesturinn verður á ensku.

Fyrirlesarinn, Johannes Welling, er doktor í ferðamálafræðum frá Háskóla Íslands og verkefnastjóri  hjá rannsóknasetri skólans á Hornafirði, sem leggur áherslu á rannsóknir í ferðaþjónustu. Johannes er brautryðjandi; varð fyrstur manna til að ljúka doktorsprófi í ferðamálafræðum frá HÍ.

Loftslagsbreytingar ein stærsta áskorun ferðaþjónustu heimsins

Johannes segir að loftslagsbreytingar séu ein stærsta áskorun sem ferðaþjónusta heimsins stendur frammi fyrir í dag. Þrátt fyrir almenna viðurkenningu á þörfinni fyrir aðlögun að breyttum aðstæðum, og umfangsmiklar rannsóknir sem sýna fram á áhættu sem fylgir slíkum breytingum, virðast áhrif aukinnar þekkingar á vandanum á starfsemi og stefnu í ferðaþjónustu enn vera tiltölulega lítil. Það veldur hættu á versnandi samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og skaða fyrir náttúruna sem er okkar meginauðlind. Johannes tekur í fyrirlestri sínum dæmi af áhrifum loftslagsbreytinga á jöklaferðamennsku á Íslandi, sem var rannsóknarefni hans í doktorsverkefni hans, en greining hans hefur mikilvæga, praktíska þýðingu fyrir alla náttúrutengda ferðamennsku á Íslandi um ókomin ár.

Fyrirlestrargestum verður boðið að senda Johannesi athugasemdir og spurningar gegnum spjallsvæði, sem hann mun svara í lok fyrirlestursins.

Vefsvæði fundarins má nálgast með því að smella á hnappinn að neðan:

Áhrif loftslagsbreytinga á ferðaþjónustuna á Íslandi