Áhugaverð grein Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um íslenska ferðaþjónustu
Vert er að vekja athygli á grein Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra sem birtist á vef hans í gær. Greinin ber yfirskriftina ?Sóknarhugur? í ferðaþjónustu og þar fer ráðherra yfir þær miklu framfarir og breytingar sem orðið hafa í greininni á undanförnum árum.
?Á undanförnum árum hafa orðið miklar framfarir í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtæki hafa bæði stækkað og styrkst og stöðugt fleiri hafa haslað sér völl í greininni. Ferðaþjónustan er orðin önnur stærsta atvinnugrein landsins hvað varðar gjaldeyrisöflun og ekki síður öflug hvað varðar öll margfeldisáhrif í samfélaginu. Og hún hefur verið mikilvæg uppspretta atvinnutækifæra fyrir skólafólk yfir sumartímann,? segir Sturla í inngangi greinar sinnar.
Þá fer Sturla yfir þá fjölgun sem orðið hefur í komum ferðamanna hingað til lands, sem er mun meiri en almennt í Evrópu, vel heppnað landkynningarstarf síðustu misserin og þá athygli sem þessi góði árangur okkar hefur vakið erlendis. Jafnframt fjallar ráðherra um þær ytri aðstæður sem ferðaþjónustan hefur búið við að undanförnu, sem á ýmsan hátt hafa verið henni óhagstæðar og greinir frá vinnu sem í gangi er að hans beiðni þar sem áhrif gengis íslensku krónunnar eru metin. Þá minnir Sturla á að innlendi markaðurinn er líka afar mikilvægur.
- Greinina má lesa í heild sinni á vef Sturlu Böðvarssonar