Ákvörðun tekin um samstarf í markaðsmálum erlendis
-Rúmlega 400 milljóna króna samstafsverkefni þar sem
179 milljónir koma frá ríki en rúmlega 230 milljónir frá samstarfsaðilum
Undirbúningur málsins
Samgönguráðherra fól skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands á sl. hausti að sjá um framkvæmd á samstarfsverkefnum í markaðsmálum erlendis í framhaldi af ákvörðun um opinber framlög til markaðsverkefna. Í framhaldi af því var ákveðið að bjóða aðilum að ganga til samstarfs við Ferðamálaráð í markaðs- og kynningarmálum hliðstætt og gert var á síðasta ári. Auglýst var eftir samstarfsaðilum 1. desember 2002 á fjórum erlendum markaðssvæðum og þar að auki í einum flokki óháð markaðssvæðum.
Texti auglýsingar
Í umræddri auglýsingu sagði m.a.: Alls er um að ræða kr. 175 milljónir, sem er sá hluti markaðsfjármuna næsta árs sem verður varið til samstarfsverkefna á erlendri grundu, og ákveðið hefur verið að skiptist á eftirfarandi hátt:
1. N.- Ameríka
Til ráðstöfunar eru annars vegar kr. 30 milljónir, þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila verði kr. 15 milljónir í verkefni. Hins vegar eru til ráðstöfunar kr. 8 milljónir, þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila er kr. 1 milljón.
2. Bretlandseyjar
Til ráðstöfunar eu annars vegar kr. 30 milljónir þar, sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila verði kr. 15 milljónir í verkefni. Hins vegar eru til ráðstöfunar kr. 8 milljónir, þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila er kr. 1 milljón.
3. Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland
Til ráðstöfunar eru annars vegar kr. 30 milljónir, þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila verði kr. 15 milljónir í verkefni. Hins vegar eru til ráðstöfunar kr. 10 milljónir, þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila er kr. 1 milljón.
4. Meginland Evrópu
Til ráðstöfunar eru annars vegar kr. 30 milljónir, þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila verði kr. 15 milljónir í verkefni. Hins vegar eru til ráðstöfunar kr. 12 milljónir, þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila er kr. 1 milljón.
Annað samstarf óháð markaðssvæðum
Þá er auglýst eftir samstarfsaðilum til verkefna vegna ákveðinna markhópa, t.d. vegna hvalaskoðunar, vegna kynningar ákveðinnar vöru eða viðburðar, óháð markaðssvæðum. Til ráðstöfunar eru 17 milljónir kr. þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila er 2 milljónir kr. í verkefni.
Hverjir geta sótt um?
Þegar rætt er um samstarfsaðila getur það átt við fyrirtæki, sveitarfélög, einstaklinga eða samstarfshópa þeirra, um ákveðin markaðs- og/eða kynningarverkefni.
Með umsóknum skal fylgja nákvæm útfærsla á viðkomandi kynningu og fjárhags-áætlun. Ekki verður um að ræða styrki vegna verkefna, heldur fjármagn til sameiginlegra verkefna með Ferðamálaráði Íslands. Greiðsla Ferðamálaráðs mun fara fram að lokinni umræddri kynningu, eða í samræmi við greiðslur vegna hennar, og þá gegn framvísun reikninga. Umrædd verkefni skulu unnin á tímabilinu 1. mars 2004 til 28. febrúar 2005.
Við afgreiðslu umsókna verður tekið tillit til eftirfarandi þátta:
Um verði að ræða almenn kynningar-/markaðsverkefni, sem hvetji neytendur til Íslandsferða. Sérstaklega verður litið til verkefna sem styrkja ferðaþjónustu alls Íslands á heilsársgrunni. Litið verður til útbreiðslu þeirra miðla sem áætlað er að nýta í umræddri kynningu.
122 umsóknir bárust
Umsóknarfrestur rann út þann 26. janúar síðastliðinn og bárust alls 122 .umsóknir;
13 vegna samstarfs á Norðurlöndum, 18 vegna N.-Ameríku, 36 vegna meginlands Evrópu og 13 vegna Bretlands. Þá bárust 42 umsóknir vegna þess flokks sem var óháður markaðssvæðum.
Strax að loknum umsóknarfresti hófst vinna við yfirferð umsókna. Forstöðumaður markaðssviðs fór yfir umsóknir hvers svæðis með markaðssérfræðingum stofnunarinnar á umræddu svæði. Að lokinni þeirri vinnu var gerð tillaga til ferðamálastjóra um afgreiðslu umsókna og liggur nú meðfylgjandi ákvörðun fyrir.
Framlag hækkað
Rétt er að taka fram að í þeim flokki sem var óháður markaðssvæðum komu fram mjög margar áhugaverðar umsóknir um samstarf og var áhugi hjá stofnuninni að ganga til samstarfs við fleiri en mögulegt var miðað við þær 17 milljónir sem voru þar til ráðstöfunar í samstarfsverkefni. Óskað var eftir því við samgönguráðherra að sú fjárhæð yrði hækkuð í 21 milljón og þá nýttur þar hluti þeirra fjármuna sem ekki hefur verið nýttur af fjárveitingu síðasta árs. Ráðherra varð við því.