Fara í efni

Alþjóðleg ráðstefna um forystu og stjórnun í sjálfbærri ferðaþjónustu

Hof
Von er á nokkrum fjölda erlendra gesta til Akureyrar dagana 5.-9. október næstkomandi til þátttöku í þriggja daga viðburði, Sumarskóla um forystu og stjórnun í sjálfbærri ferðaþjónustu. Skráning er öllum opin en plássið er takmarkað og því vert að skrá sig fyrr en síðar. Bendum sérstaklega á að hægt er að skrá sig sérstaklega á aðaldag viðurburðarins, eins dags ráðstefnu í Hofi á Akureyri.

Metnaðarfull dagskrá

Um er að ræða sambland af vinnufundum, fyrirlestrum og vettvangsferðum með þátttöku virtra erlendra og innlendra leiðbeinenda. Hér er á ferðinni alþjóðlegur viðburður þar sem vænta má þátttöku lykilpersóna á sviði ferðaþjónustu hvaðanæva úr heiminum, jafnt úr röðum fræðimanna, rekstraraðila og stjórnmála.

Dagskráin er sem hér segir:

  • 6. október: Ráðstefna á Hótel Sigló á Siglufirði
  • 7. október: Ráðstefna í Hofi á Akureyri
  • 8 .október: Vettvangsferð um Þingeyjarsýslu (Mývatnssveit-Jökulsárgjúfur-Húsavík)

Fjöldi erlendra fyrirlesara

Á þriðja tug erlendra fyrirlesara og leiðbeinenda munu taka til máls, m.a frá Evrópska ferðamálaráðinu, Alþjóðabankanum, Alþjóða ferðamálaráðinu UNWTO, Evrópuþingmenn og fleiri. Þá má nefna Ragnheiði Elínu Árnadóttur ráðherra ferðamála, Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra og marga fleiri.

Verð og skráning

Verð fyrir alla þrjá dagana er 258,69 Evrur. Nánari upplýsingar, skráningu og dagskrá, má nálgast á vefsíðu hans: www.summerschool.festfoundation.eu

Í boði er að skrá sig sérstaklega á ráðstefnuna í Hofi á Akureyri og kostar sá dagur 13.500 kr.

Sértilboð á flugi og gistingu

Við bendum sérstaklega á að í gildi er sértilboð bæði á flugi innanlands og gistingu á þremur hótelum á Akureyri. Framboð er takmarkað og því um að gera að bregðast við sem fyrst.

Innanlandsflug
Þátttakendum á ráðstefnunni býðst 20% afsláttur af innanlandsfglugi hjá Flugfélagi íslands. Til að bóka innanlandsflug er farið á vef Flugfélags Íslands www.flugfelag.is. Fyrsta skref er að skrá kóðann PM4SD16 í reitinn „Flugsláttur“ og eftir það velja það flug sem óskað er. Ferðatímabil er 3.-11. október og hægt er að bóka fram til 10. september.

Gisting
Sértilboð er á gistingu á þremur hótelum á Akureyri.

Hótel KEA
-Eins manns 16.400 ISK 
-Tveggja manna (einn í herbergi) 18.470 
-Tveggja manna 20.500 ISK
Hægt er að bóka í síma 460-2000 eða með tölvupósti kea@keahotel.is með tilvísunarnúmeri: Con-2885 FEST & ETC .

Icelandair Hotel Akureyri 
-Standard eins manns 18.840
-Standard tveggja manna 21.440

Fylla þarf út meðfylgjandi form og senda á akureyri@icehotels.is -  http://www.ferdamalastofa.is/static/files/upload/files/registration_form_icelanderhotel.doc

Hotel Kjarnalundur
-Eins manns 10.500 
-Tveggja manna 14.700 
Bókanir með tölvupóstu info@kjarnalundur.is eða í síma 460-0060

Betra skipulag, stjórnun og árangur verkefna

Sumarskólinn er kjörinn vettvangur til að deila reynslu og hugmyndum varðandi bætta stjórnun, skipulagningu, fjármögnun og betri árangur verkerna á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Að skipulagningu og undirbúningi standa Foundation for European Sustainable Tourism, Ferðamálastofa, Ferðamálaráð Evrópu, Rannsóknamiðstöð ferðamála og Markaðsstofa Norðurlands.

Fyrir hverja?

Hugmyndin er að leiða saman alla þá sem koma að ferðaþjónustu og stjórnun verkefna með einum eða öðrum hætti. Er í því sambandi horft til stefnumótandi aðila á landsvísu, einstakra áfangastaða, fulltrúa greinarinnar, aðila úr fræða- og háskólasamfélaginu og þeirra sem styrkja verkefni á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu.

Skólinn er líka tækifæri fyrir þá sem nýta sér PM4SD™ aðferðafræðina (Project Management for Sustainable Development / Verkefnastjórnun til sjálfbærrar þróunar) til að koma saman og viðhalda þekkingu sinni. Nánari upplýsingar um PM4SD aðferðafræðina og þjálfun í henni.

Árlega í ýmsum Evrópulöndum

Sumarskólinn hefur verið haldinn í hinum ýmsu löndum Evrópu undanfarin fjögur ár. Fyrsti sumarskólinn var haldinn í Napólí á Ítalíu 2013, árið 2014 var skólinn í Seinäjoki í Finnlandi og þriðji skólinn var í Vitoria-Gasteiz á Spáni 2015. Skólinn á Akureyri verður því sá 4. í röðinni.
Sumarskólinn haustið 2016 hefur sérstaka þýðingu sem upptaktur að alþjóðlegu ári sjálfbærrar ferðaþjónustu 2017 en Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóða ferðamálaráðið (UNWTO) samþykktu í desember 2015 að tileinka árið 2017 sjálfbærri ferðaþjónustu í þágu þróunar.

Nánari upplýsingar veita Ólöf Ýrr Atladóttir og ferðamálastjóri og Erla Sigurðardóttir verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu