Alþjóðleg ráðstefna um ímyndir norðursins
21.02.2006
Nordurljos
Reykjavíkur Akademían í samstarfi við Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar efnir til alþjóðlegrar ráðstefnu um ímyndir norðursins. Ráðstefnan verður haldin í Reykjavík dagana 24-26 febrúar næstkomandi. Ráðstefnan fer fram í miðbæ Reykjavíkur í Iðnó og nærliggjandi byggingum.
Á ráðstefnunni verður fjallað um norðrið sem menningarlega orðræðu með því að kanna hina ýmsu þætti sem hverfast um ímyndarsköpun, sjálfsmyndir, framsetningu norðursins, og sambandið þar á milli. Ráðstefnan er nátengt þverfaglegu rannsóknarverkefni Ísland og ímyndir norðursins sem fjölmargir innlendir og erlendir fræðimenn og stofnannir eiga aðild að.