Ánægja með Akureyrarhöfn
Akureyrarhöfn var nýlega valin þriðji besti áfangastaðurinn í Evrópu að mati farþega skemmtiferðaskipafélagsins Princess Cruises. Þetta er eitt stærsta skipafélag í heimi, flytur um eina milljón farþega árlega til fleiri áfangastaða en nokkurt annað félag.
Pétur Ólafsson hjá Akureyrarhöfn var að vonum sáttur við viðurkenninguna. ?Princess Cruises er raunar okkar stærsti viðskiptavinur í komum skemmtiferðaskipa. Því er sérstaklega ánægjulegt að vita til þess að farþegar þeirra séu ánægðir og ætti að styrkja Akureyrarhöfn sem áfangastað,? segir Pétur. Í sumar voru komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar um 58 talsins og þegar hafa 55 skip boðað komu sína næsta sumar, sem samtals eru með fleiri farþega en á þessu ári. Akureyrarhöfn lét vinna auglýsingu í tilefni viðurkenningarinnar sem sjá má hér.