Fara í efni

Annað ferðaþjónustuverkefni á Vestfjörðum styrkt af Norðurslóðaáætlun ESB

DoraIsafirdi
DoraIsafirdi

Víkingaverkefni sem fjallað var um hér á vefnum á dögunum. Nýja verkefnið mun vera álíka umfangsmikið.

Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vestfjarða, fer fyrir Vestfirðingum í verkefninu. Auk innlendra aðila eru þátttakendur í verkefninu í Noregi, Svíþjóð, Skotlandi og Finnlandi. Í Bæjarins Besta á Ísafirði er haft eftir Dorothee að hugmyndina sé að þróa ferðamöguleika og vinna að markaðssetningu með "grænum vinkli". "Markmiðið er að efla þekkingu þeirra sem eru starfandi í afþreyingarfyrirtækjum, auka vöruframboð og styrkja umhverfisvitund. Ætlunin er að mynda sjálfbær ferðaþjónustuverkefni. Þegar verkefninu er lokið viljum við sjá fleiri vörur til sölu og öflugri markaðssetningu. Það hefur vantað hjá mörgum fyrirtækjum, að mínu mati ", segir Dorothee. Áætlað er að vinna á vegum verkefnisins hefjist strax eftir áramót.