Annar áfangi Selaseturs Íslands opnaður
19.06.2007
Selasetur íslands
Annar áfangi Selaseturs Íslands var opnaður fyrr í mánuðinum. Um er að ræða sýningu í nýuppgerðu rými á jarðhæð setursins.
Á sýningunni er leitast við að virkja sem flest skilningarvit sýningargesta, bæði með hljóði og mynd, segir í frétt frá Selasetrinu. Þar má m.a. finna neðansjávarherbergi, uppstillingar úr sellátri og fuglabjargi auk sýningar á grænlenskum selskinnsklæðnaði frá Narsaq safninu á Suður Grænlandi. Aðstandendur setursins vonast til að heildar gestafjöldi á þessu ári verði á bilinu 4000 - 5000 manns.
Selaetur Íslands rekur einnig upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Setrið er opið frá 9 - 18 alla daga yfir sumarmánuðina.