Fara í efni

Árleg skil og umsókn um aðild að Ferðatryggingasjóði

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Ferðamálastofa minnir handhafa ferðaskrifstofuleyfa á að þann 1. ágúst næstkomandi er síðasti skiladagur gagna vegna endurmats tryggingafjárhæða og þar með umsóknar um aðild að hinum nýja Ferðatryggingasjóði. Skylduaðild er að sjóðnum og þurfa því allar ferðaskrifstofur að sækja um samhliða skilum á gögnum vegna árslegs endurmats.

Athugið að ekki verður um frekari frest að ræða og verður ferðaskrifstofuleyfið fellt niður berist umbeðin gögn ekki í síðasta lagi 1. ágúst.

Hvar nálgast ég gögnum?

Eyðblöð vegna þeirra gagna sem senda skal inn vegna endurmats tryggingafjárhæðar (Árleg skil) og aðildarumsóknar þarf að sækja hér á vef Ferðamálastofu.

Skila ber eftirfarandi gögnum:

  • Ársreikningi 2020
  • Greiningu á veltu ársins 2020
  • Greiningu á áætlaðri veltu ársins 2021
  • Staðfestingu endurskoðanda

Að útfyllingu lokinni eru gögnin send inn í gegnum island.is.

Eldri eyðublöð gilda ekki

Vegna stofnunar Ferðatryggingasjóðs hafa verið útbúin ný excelskjöl vegna greiningar á veltu sem ferðaskrifstofum ber að nota. Berist gögn á eldri eyðublöðum verða þau endursend.

Leiðbeiningar

Áríðandi er að skjöl séu rétt fyllt út. Á vef Ferðamálastofu má finna ítarlegar leiðbeingingar:

Útfylling eyðublaða (PDF) 
Leiðbeiningamyndband

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um Ferðatryggingasjóð, eyðublöð sem fylla þarf út og annað sem lýtur að árlegum skilum er að finna á einum stað hér á vefnum undir liðnum: Leyfi og löggjöf>Ferðaskrifstofur>Árlegt endurmat tryggingafjárhæða ferðaskrifstofa

Sjá einnig:
Lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/20158 sbr. l. 91/2021 og
Reglugerð um Ferðatryggingasjóð nr. 812/2021