Ásbjörn formaður Ferðamálasamtaka Íslands
02.05.2013
Ásbjörn Björgvinsson.
Ásbjörn Björgvinsson var kjörinn formaður Ferðamálasamtaka Íslands á aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Eskifirði í gær.
Ásbjörn er aðilum í ferðaþjónustu að góðu kunnur og hefur starfað innan greinarinnar um árabil. Hann byggði m.a. upp Hvalasafnið á Húsavík, var forstöðumaður Markaðsstofu Norðurlands og tók nýlega við sem rekstrarstjóri hjá Special tours/Sérferðum í Reykjavík.