Átta þúsund fleiri ferðamenn í maí
Um 45 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum maímánuði eða um átta þúsund fleiri en í maí 2011.
Aukningin 21,5% milli ára
Ferðamenn í maí voru 21,5% fleiri en í maí í fyrra. Á því ellefu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur talið ferðamenn í Leifsstöð hefur aukningin verið að jafnaði 10,1% milli ára í maímánuði eins og sjá má í töflunni hér til hliðar.
74% ferðamanna af níu þjóðernum
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í maí frá Bandaríkjunum eða 16,5% af heildarfjölda. Næstfjölmennastir voru Norðmenn (10,6%), Bretar (9,6%) og Þjóðverjar (8,9%). Þar á eftir komu Svíar (7,8%), Danir (6,6%), Frakkar (5,1%), Hollendingar (4,7%) og Kanadamenn (3,9%). Samtals voru þessar níu þjóðir 73,7% af heildarfjölda ferðamanna í maí.
Fjölgun frá öllum markaðssvæðum
Umtalsverð fjölgun var frá öllum markaðssvæðum nema Norðurlöndunum. Þannig fjölgaði N-Ameríkönum um 40,5%, Bretum um 28,9%, Mið- og S-Evrópubúum um 23,3% og þeim sem komu frá löndum sem eru flokkuð undir annað um 29,2%.
Ferðamönnum hefur fjölgað um 20,7% frá áramótum
Frá áramótum hafa 170.560 erlendir ferðamenn farið frá landinu sem er 20,7% aukning frá árinu áður. Bretum hefur fjölgað um 43,8%, N-Ameríkönum um 31,6% og ferðamönnum frá löndum sem flokkast undir ,,annað” um 23,9%. Brottförum Norðurlandabúa hefur hins vegar fjölgað mun minna eða um 6,7% og sama má segja um brottfarir Mið- og S-Evrópubúa sem hefur fjölgað um 7,2% milli ára 2010 til 2011.
Utanferðir Íslendinga
Svipaður fjöldi Íslendinga fór utan í maí nýliðnum og í maí í fyrra eða um 31 þúsund. Frá áramótum hafa um 131 þúsund Íslendingar farið utan, ríflega sex þúsund fleiri en á sama tímabili árið 2011. Aukningin nemur 5,1% milli ára.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni / Ferðamannatalningar hér á vefnum.
Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is
Maí eftir þjóðernum | Janúar - maí eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2011 | 2012 | Fjöldi | (%) | 2011 | 2012 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 5.117 | 7.469 | 2.352 | 46,0 | Bandaríkin | 17.954 | 24.225 | 6.271 | 34,9 | |
Bretland | 3.375 | 4.352 | 977 | 28,9 | Bretland | 27.375 | 39.374 | 11.999 | 43,8 | |
Danmörk | 3.436 | 2.981 | -455 | -13,2 | Danmörk | 11.916 | 11.771 | -145 | -1,2 | |
Finnland | 1.248 | 1.381 | 133 | 10,7 | Finnland | 3.195 | 3.853 | 658 | 20,6 | |
Frakkland | 1.737 | 2.314 | 577 | 33,2 | Frakkland | 7.874 | 8.997 | 1.123 | 14,3 | |
Holland | 1.939 | 2.119 | 180 | 9,3 | Holland | 6.013 | 6.299 | 286 | 4,8 | |
Ítalía | 404 | 421 | 17 | 4,2 | Ítalía | 1.495 | 1.561 | 66 | 4,4 | |
Japan | 260 | 356 | 96 | 36,9 | Japan | 2.624 | 3.809 | 1.185 | 45,2 | |
Kanada | 1.443 | 1.746 | 303 | 21,0 | Kanada | 3.600 | 4.140 | 540 | 15,0 | |
Kína | 651 | 798 | 147 | 22,6 | Kína | 1.710 | 2.596 | 886 | 51,8 | |
Noregur | 4.560 | 4.795 | 235 | 5,2 | Noregur | 13.162 | 15.495 | 2.333 | 17,7 | |
Pólland | 1.392 | 1.359 | -33 | -2,4 | Pólland | 3.748 | 3.625 | -123 | -3,3 | |
Rússland |
|