Atvinnulíf og nýsköpun við lendur Vatnajökulsþjóðgarðs
Ráðstefnan Atvinnulíf og nýsköpun við lendur Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldin á Höfn og Smyrlabjörgum 7.-8. nóvember næstkomandi. Mörg áhugaverð erindi verða á dagskrá og sérstaklega vert fyrir þá sem búa á áhrifasvæðum Vatnajökulþjóðgarðs að mæta.
Eins og sést á dagskránni hefst ráðstefnan á föstudegi í Höfn en um kvöldið flytur fólk sig um set yfir á Hótel Smyrlabjörg þar sem haldin verður Uppskeruhátíð Ríki Vatnajökuls og Ferðamálafélags A-Skaftafellssýslu. Dagskrá laugardagsins mun einnig fara fram á Smyrlabjörgum.
Frítt er á ráðstefnuna en verð á uppskeruhátíðina er 4.900 kr.
Tilkynna þarf um þátttöku á ráðstefnuna og uppskeruhátíðina hjá Söndru Björgu í netfang sbs@hi.is eða í síma 470-8044 í síðasta lagi mánudaginn 3. nóvember 2008. Mögulegt er að gista á Smyrlabjörgum en panta þarf herbergi þar, sími 478-1074.
Flugfélagið Ernir verður með leiguflug frá Höfn til Reykjavíkur á laugardeginum kl. 16.30 en panta þarf hjá Erni í síma 562-4200 og taka fram að viðkomandi er ráðstefnugestur.
Sjá: http://www.hornafjordur.is/vidburdir/2008/11/07/eventnr/1439
Skoða dagskrá (PDF)