Auknir möguleikar með þrívíddarkortum
Fyrirtækið Fjarkönnun er nú að kynna nýjung í miðlun landfræðilegra upplýsinga en um er að ræða þrívíddarkort sem verið er að vinna af öllu landinu.
Landið „skoðað úr þyrlu“
Með þeim hugbúnaði sem fylgir kortinu er hægt að skoða landið eins og verið sé í flugvél eða þyrlu og horfa á landsvæðið frá mismunandi sjónarhornum. Við kortið eru tengdar skrár frá Landmælingum Íslands eins og örnefni, vegir o.fl. Myndin er frá RapidEye gervitungli tekin árin 2011-2013. Kortið er hluti af verkefnum Fjarkönnunar ehf. með þýskum samstarfsaðilum og nær meðal annars til vöktunar á breytingum lands með fjarkönnun, gervitunglum, loftmyndum o.fl.
Í frétt frá Fjarkönnun kemur fram að kortið getur nýst við jafnt stór sem smá verkefni, hvort sem þau sem ná til alls landsins, einstakra sveitarfélaga, staðsetningar á gististað, gönguleiða, vegna prentunar og til kennslu, svo nokkuð sé nefnt.
Í meðfylgjandi kynningarmyndbandi má sjá dæmi um notkun og útlit kortsins.