Austurland og ferðamenn framtíðarinnar
05.04.2013
Frá Atlavík.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Meet the Locals og Austurbrú gangast fyrir málþingi þann 10. apríl frá kl. 9:30-17:00 á Hótel Hallormsstað. Yfirskriftin er "Austurland og ferðamenn framtíðarinnar- Samræða og samstarf í vaxandi atvinnugrein."
Kynning á ferðatengdum verkefnum og framtíðarsýn fyrir Austurland. Fulltrúar frá Austurbrú, sveitarfélögum og ferðaþjónustuaðilar kynna ferðaþjónustuverkefni, framtíðaráform og stefnu.
Dagskrá:
- Upplifun ferðamanna - Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
- Austfirska Eldhúsið - Ólafur Ágústsson, matreiðslumeistari
- Ferðaþjónusta á Norðurlandi; kyrrð, orka og töfrar - Arnheiður Jóhannsdóttir, Markaðsstofu Norðurlands
- Vöruþróun í ferðaþjónustu - Sævar Freyr Sigurðsson, Saga Travel á Akureyri
- Leitandi markaður - Ásdís Dögg Ómarsdóttir, Artic Adventures
- Markaðssetning áfangastaða - Davíð Samúelsson, Markaðsstofu Suðurlands
- Ísland allt árið - Inga Hlín Pálsdóttir, Íslandsstofu
- Hádegisverður í boði Arion banka
Pallborð og umræður, vinnustofa og samantekt. Málþingið er opið öllum áhugasömum um framtíð ferðaþjónustu á Austurlandi.
Skráningar berast á netfangið: kristbjorg@nmi.is