Blásið til sóknar - Ráðstefnu- og hvataferðalandið Ísland
Ráðstefnuskrifstofa Íslands stendur fyrir almennum umræðufundi um ráðstefnuhald og hvataferðir fimmtudaginn 26. janúar kl. 16:00-18:00 á Hótel Loftleiðum, sal 1?3.
Kastljósinu verður m.a. beint að sérstöðu Íslands á þessum gríðarstóra alþjóðamarkaði og þeim vaxtartækifærum sem þar liggja.
Markmið Ráðstefnuskrifstofunnar er að gera Ísland að einum eftirsóttasta áfangastað til ráðstefnuhalds og hvataferða í Norður-Evrópu. Margt þarf að haldast í hendur í þeirri sókn en Ísland hefur glæsileg tromp á hendi og þeim fjölgar stöðugt á þessum mikla samkeppnismarkaði. Allir velkomnir
Dagskrá
Kl. 16:00 Setning fundar
Svanhildur Konráðsdóttir, stjórnarformaður Ráðstefnuskrifstofu Íslandsog yfirmaður menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar
Kl. 16:10 Hvataferðir ? sérstaða Íslands
Gunnar Rafn Birgisson, Ferðaskrifstofunni Atlantik
- Hvataferðahópar ? ferðamannahópar, hver er munurinn?
- Markaðssetning hvataferða til Íslands
- Gæðakröfur í hvataferðum
- Framtíðarsýn
Kl. 16:40 Er Ísland samkeppnishæft á ráðstefnumarkaðnum?
Þórunn Ingólfsdóttir, Íslandsfundum
- Ráðstefnuhald fyrr og nú
- Ísland sem ráðstefnuland
- Hlutverk birgja
- Hver er framtíðin?
Kl. 17:25 Fyrirspurnir og pallborðsumræður
Kl. 18:10 Fundarslit
-
Skoða auglýsingu (PDF)