Fara í efni

Boðuð skráning Icelandair á hlutabréfamarkað fyrir áramót

FlugvelIcelandAir
FlugvelIcelandAir

Stefnt er að því að skrá Icelandair Group á hlutabréfamarkað fyrir áramót. Icelandair Group er eignarhaldsfélag með 12 sjálfstæðum rekstrarfélögum í flugrekstri og ferðaþjónustu sem til saman eru þau umsvifamestu í ferðaþjónustu hérlendis.

Rekstri félagsins er skipt í 3 meginsvið; Áætlunarflug millilanda, leiguflug á erlendum mörkuðum og ferðaþjónustu á Íslandi. FL Group og Glitnir hafa nú gert með sér samkomulag um að Glitnir muni, að undangenginni hefðbundinni áreiðanleikakönnun, sölutryggja 51% hlut í Icelandair Group. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að starfsmenn félagsins eru 2.700 og velta félagsins á þessu ári er áætluð 54 milljarðar íslenskra króna.