Breytingar á lögum um skipan ferðamála
09.07.2010
Gonguferiarfarvegi
Þann 1. júní sl. samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Breytingarnar lúta í fyrsta lagi að því að umsækjendur um ferðaskrifstofu- og ferðaskipuleggjendaleyfi leggi fram ábyrgðartryggingu frá vátryggingafélagi. Í öðru lagi er iðnaðarráðherra veitt heimild til að setja ákvæði í reglugerð m.a. um flokkun leyfa, öryggismál og eftirlit og í þriðja lagi er Ferðamálaskrifstofu veitt tímabundin heimild vegna ársins 2010 til að ákveða að fjárhæð trygginga vegna alferða geti haldist óbreytt eða lækka hana samkvæmt rökstuddri beiðni ferðaskrifstofu. Skilyrði fyrir undanþágunni er þau að verulegur samdráttur hafi orðið í sölu alferða.
Nánar má kynna sér breytingarnar í meðfylgjandi PDF-skjali.