Breytingar á lögum um skipan ferðamála
14.01.2008
Ferðaskipuleggjandi - lógó
Lög um breytingu á lögum nr. 73/2005 um skipan ferðamála voru samþykkt á Alþingi þann 10. desember síðastliðinn og tóku þegar gildi. Áhersla var lögð á að skerpa á því úrræði sem hægt er að grípa til ef leyfis- og skráningarskyld starfsemi er stunduð án leyfis. Þá má nefna breytingar sem lúta að því að afmarka betur starfsemi sem fellur undir ferðaskipuleggjanda og að kveða á um skyldu til notkunar á auðkenni Ferðamálastofu. Breytingarnar verða felldar inn í lögin á næstu vikum en þangað til er hægt að kynna sér þær á vef alþingis.