Búið að opna brúna yfir Múlakvísl
16.07.2011
Br opin
Nýja brúin yfir Múlakvísl var opnuð fyrir umferð í hádeginu í dag. Ljóst er að starfsmenn Vegagerðarinnar og aðrir sem að verkinu hafa komið hafa unnið þrekvirki að koma upp 156 metra langri brú yfir jökulfljót á sjö dögum.
Brúarvinnuflokkar, verktakar sem komið hafa að verkinu, björgunarsveitarmenn og aðrir í ferjuflutningum gengu fylktu liði yfir hina nýju brú yfir Múlakvísl rétt rúmlega tólf í dag. Fyrsti bíll yfir brúna var bíll innanríkisráðherra Ögmundar Jónassonar en með honum í för var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og vegamálastjóri Hreinn Haraldsson.
Mynd: vegagerdin.is