Byrjað að telja ferðamenn aftur í Leifsstöð.
07.03.2002
Loksins, loksins er aftur farið að hefja talningu á ferðamönnum í Leifsstöð eftir þjóðerni. Um er að ræða talningu við brottför sem hefur nú staðið frá því 13 febrúar sl. Eins og flestum er kunnugt þá hætti umrædd talning á síðasta ári, með tilkomu Schengen samningsins, en þá hafði verið talið samfellt í 50 ár. Heimildir herma að þetta nýja fyrirkomulag gangi mjög vel fyrir sig og taka ferðamenn yfirleitt vel í þetta. Skrifstofur Ferðamálaráðs eru beintengdar við tölvuna sem sér um áðurnefnda talningu í Leifsstöð og getur starfsfólk skrifstofanna skoðað þessar tölur eftir dögum og vikum og síðar mánuðum og árum þegar fram líða stundir. Ætlunin er að setja svo þessar tölur á vefinn a.m.k. mánaðarlega undir tengilinn "Tölfræði".