Fara í efni

Dagskrá og skráning á ferðamálaþing 20. nóvember

Grand Hotel
Grand Hotel

Dagskrá ferðamálaþingsins þann 20. nóvember næstkomandi liggur nú fyrir og jafnframt hægt að skrá sig til þátttöku. Ferðamálastofa og iðnaðarráðuneytið gangast fyrir ferðamálaþinginu sem haldið verður á Grand Hótel Reykjavík, Gullteigi. Yfirskriftin er Öflug ferðaþjónusta - allra hagur, tækifæri ferðaþjónustunnar á umbrotatímum.

Dagskráin hefst kl. 13:00 og lýkur með móttöku í boði ráðherra ferðamála kl. 17. 

Það er opið öllum hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu og öðrum sem áhuga hafa á greininni. Á síðustu vikum hefur mjög verið horft til ferðaþjónustu sem lið í eflingu íslensks atvinnulífs og með því að fjölmenna á þingið gefst kjörið tækifæri til að vekja athygli á greininni þannig að eftir verði tekið.

Dagskrá:

13:00 Ávarp ráðherra ferðamála, Össur Skarphéðinsson 
13:30 Selling Iceland to travelers in turbulent times
Ian Neale, forstjóri Regent Travel
14:00 Land tækifæranna
Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins
14:20 Hvernig aukum við tekjur af ferðamönnum við núverandi aðstæður?
Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair
14:40 Kaffihlé
15:00 Horft fram á veginn ? aðgerðir Ferðamálastofu í ljósi breyttra aðstæðna
Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
15:20 Íbúar eru líka gestir ? ferðaþjónusta og sveitarfélögin
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar
15:40 Af sjónarhorni ferðamannsins ? hvernig ferðaþjónustu viljum við hafa á Íslandi?
Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður
16:00  Pallborð með þátttöku fyrirlesara
16:40  Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálastofu
16:50 Samantekt fundarstjóra
17:00 Ráðstefnuslit
Móttaka í boði ráðherra ferðamála

Fundarstjóri og stjórnandi umræðna í pallborði er Svanhildur Konráðsdóttir, formaður ferðamálaráðs.