Einn mest spennandi áfangastaður Evrópu
22.05.2006
Fludasigling
Ísland er einn af þremur mest spennandi áfangastöðum í Evrópu. Þetta kom fram í könnun sem gerð var meðal ferðaskipuleggjenda á árlegri ferðaráðstefnu í London nýverið, Hoteliers Marketplace.
Það voru samtök ferðaskipuleggjenda í Bandaríkjunum sem stóðu fyrir könnuninni og varð Ísland í þriðja sæti á efir Króatíu og Tékklandi. Áhugavert er að velta fyrir sér að þarna er ekki um að ræða könnun á meðal hins almenna ferðamanns heldur ferðaskipuleggjenda, þ.e. fólksins sem hefur mest að segja um hvaða ferðir eru í boði til og innan álfunnar. Mörg minni lönd eru raunar að koma vel út í könnuninni og virðst sem þau veki frekar ævintýralöngun meðal Bandaríkjamanna en ýmsir stærri og þekktari áfangastaðir.