Eldgosið á Reykjanesi - Samræmd upplýsingagjöf
Í ljósi þeirra jarðhræringa sem standa yfir á Reykjanesi er nauðsynlegt að skilaboð sem fara út byggi á réttum upplýsingum.
Uppfærðar upplýsingar á visiticeland.com
Á Visit Iceland síðunni er texti á ensku sem Íslandsstofa tók saman og aðilar í ferðaþjónustu geta nýtt til að bregast við fyrirspurnum frá viðskiptavinum sínum erlendis um stöðuna. Hann getur einnig nýst fyrir starfsfólk í framlínu til að veita upplýsingar en afar mikilvægt er að greinin taki öll höndum saman við að halda ferðafólki sem statt er á landinu upplýstu.
Lykilskilaboðin eru:
- Það er eldgos í gangi
- Svæðið hafði áður verið rýmt og fólki stafar ekki yfirvofandi hætta af gosinu.
- Flug til og frá Íslandi er óbreytt og hefur ekki orðið fyrir truflunum.
- Um er að ræða staðbundin atburð og þjónusta um allt land gengur sinn vanagang.
Reynt verður að halda textanum uppfærðum eftir því sem á líður. Slóðin er:
https://www.visiticeland.com/article/volcano-info
Fjölmilamiðstöð opnuð á ný
Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla verður opnuð á ný í dag eða í síðasta lagi á morgun. Hún var fyrst opnuð þegar jarðhræringarnar voru sem mestar í liðnum mánuði. Ferðamálastofa í samvinnu við Íslandsstofu, SafeTravel og Almannavarnir mun sjá um rekstur og umsjón miðstöðvarinnar. Miðstöðin er staðsett á Hringhellu 9A, 2. hæð, 221 Hafnarfirði. Í miðstöðinni verður vinnuaðstaða fyrir fjölmiðlafólk og viðvera starfsfólks frá Ferðamálastofu og Íslandsstofu til að veita upplýsingar. Stefnt er á að sérfræðingar eða fulltrúar á vegum stjórnvalda verði með viðveru í miðstöðinni. Netfang miðstöðvarinnar er press@itb.is
Nánari upplýsingar
Vefsíður með ýmsum nánari upplýsingum eru einkum:
- Utanríkisráðuneytið - Algengar spurningar og upplýsingar um flug o.fl.
- Veðurstofan - Nýjustu upplýsingar um stöðu eldsumbrota.
- Vegagerðin - Lokanir á vegum og aðrar umferðartengdar upplýsingar.
- Safetravel - Öryggisupplýsingar og viðvaranir.
- Visit Reykjanes - Staðan á svæðinu fyrir ferðafólk.