Fara í efni

Endurskoðuð viðmið fyrir flokkun gististaða

Hótelherbergi
Hótelherbergi
Ferðamálastofa hefur gefið út endurskoðuð viðmið fyrir flokkun gististaða sem taka gildi frá og með 1. maí næstkomandi. Er þetta þriðja útgáfa frá því að flokkun gististaða var tekin upp hér á landi árið 2000.  það kerfi sem hér er notað er einnig í notkun í Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum, Grænlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Í dag eru 66 gististaðir flokkaðir hér á landi þar af 60 hótel. 

Meðal helstu breytinga í nýjum viðmiðum er að gististaður getur fengið 4 stjörnur þó ekki sé veitingastaður til staðar svo framarlega að veitingastaður af sömu gæðum sé í um eða innan við 200m. frá hóteli.  Eða eins og segir í nýju viðmiði: 

 ?A la carte? veitingastaður, eða sambærilegt, opinn a.m.k. 6 kvöld vikunnar frá kl. 18:00 (eldhús þarf ekki að vera á staðnum), eða veitingastaður að sömu gæðum í um eða innan við 200 m. fjarlægð frá hóteli. Tryggt sé að starfsmenn hótels geti pantað borð fyrir sína gesti.  Ef veitingastaður er ekki á hóteli þarf að vera  tryggt að gestir geti pantað sér máltíð sem sé 4 stjörnu hóteli samboðin og snætt annað hvort í sal eða á sínu herbergi og er það gestsins að velja.  ?A la carte? þýðir að boðið sé að lágmarki upp á 3 forrétti, 3 aðalrétti og 3 eftirrétti, af matseðli."

Stærðarviðmið á herbergjum endurskoðuð
Þá hafa stærðarviðmið á herbergjum einnig verið endurskoðuð og færð nær því sem almennt gerist í öðrum Evrópulöndum. Breytingarnar eru tvær, lágmarksstærð tveggja manna herbergis í þremur stjörnum fer úr 18 í 17m2 og lámarksstærð tveggja manna herbergis í fjórum stjörnum fer úr 24 í 20m2.  Lágmarksstærðir herbergja verða því eftirleiðis sem hér segir.

Stjörnur Eins manns herb. Tveggja manna herb.
3 14m2 17m2
4 16m2 20m2
5 18m2 26m2

Rökstuðningur fyrir breyttum viðmiðum í herbergja stærðum er eftirfarandi:

?Ákvörðunin um breytt stærðarviðmið er aðallega byggð á þremur þáttum.  Í fyrsta lagi var horft til hvað viðmið séu í gangi almennt í Evrópulöndunum og þegar það er skoðað þá  þótti að við Íslendingar ásmat Svíum og Dönum séum full kröfuharðir hvað varðar stærðir.  Þá er heldur ekki hægt að líta framhjá því að fasteignaverð sé á mikilli uppleið sérstaklega í miðborgum og því áhjákvæmilegt að ef stærðarkröfurnar yrðu þær sömu og verið hafi þá muni verð hækka talsvert.  Í þriðja laga hafi orðið töluverð þróun í hönnun herbergja og búnaðar sem leiðir til þess að ekki þarf að krefjast jafnmikils pláss og áður var."

Úrskurðarnefnd
Það er Úrskurðarnefnd um flokkun gististaða sem vinnur að og kemur með tillögur að nýjum viðmiðum sem Ferðamálastofa gefur síðan út.  Í nefndinni sitja þrír fulltrúar tilnefndir af Ferðamálastofu og þrír tilnefndir af Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF).

Hlutverk nefndarinnar er þríþætt:

I. Viðhalda þeim staðli sem unnið er eftir og fylgjast vel með þróun og breytingum erlendis á gæðakröfum gististaða.

II. Veita undanþágur frá reglum ef gild rök eru fyrir hendi.llIIi

 III.Leysa úr ágreiningsmálum sem upp kunna að koma. 

Skoða nýju viðmiðin (PDF)

Mynd: Frá Hótel Ísafirði sem var fyrsti flokkaði gististaðurinn hérlendis.