Engar tölur birtar um fjölda ferðamanna frá áramótum
Ferðamálaráð hefur mánaðarlega birt tölur um fjölda ferðamanna sem fara um Leifsstöð þar sem fram kemur skipting þeirra eftir þjóðerni. Hins vegar hefur ekki reynst unt að birta tölur um fjölda ferðamanna það sem af er þessu ári.
Að sögn Ársæls Harðarsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs, kom í ljós í febrúar sl. að tölurnar fyrir janúar þóttu ekki vera áreiðanlegar. Talning fer þannig fram að starfsmenn í öryggishliðum flugstöðvarinnar merkja við frá hvaða landi farþegar eru sem fara úr landi. ?Tölurnar sem við fengum fyrir janúarmánuð reyndust að okkar mati ekki réttar svo óyggjandi sé. Við höfum látið sérfræðinga yfirfara tölvugögnin og það verður ekki séð að þau geti verið rétt,? segir Ársæll. Aðspurður hvað nú taki við segir hann að verið sé að vinna að því að finna lausn á málinu. ?Það er ákaflega mikilvægt að hægt sé að treysta því að gögnin séu rétt til þess að samanburður milli landa og mánuða sé mögulegur. Töluverður kostnaður er vegna þessara gagnavinnslu og við metum það svo að þörfin fyrri þessa talningu sé fyrir hendi,? segir Ársæll.
Ljósmynd: Ingi Gunnar Jóhannsson