Fara í efni

Er öflug greining markhópa grunnur að auknum tekjum af ferðamönnum?

Markhópagreining
Markhópagreining

Fimmtudaginn 12. janúar stendur Íslandsstofa fyrir fræðslufundi um markaðs- og markhópagreiningar í ferðaþjónustu. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík kl 13-15. 

Á fundinum mun William Harding, sérfræðingur frá Canadian Tourism Commission, kynna víðtækar markhópagreiningar sem framkvæmdar hafa verið fyrir kanadíska ferðaþjónustu á undanförnum árum. Kanadamenn eru mjög framarlega í markaðssetningu ferðaþjónustu og hafa m.a. þróað ýmis markaðstæki til þess að hámarka árangur í sölu ferða til landsins (sbr. ‚Explorer Quotient‘ (EQ)‚ ,Brand Toolkit‘ og ‚Experiences‘). 

Einnig mun Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, kynna stöðu markaðssetningar í íslenskri ferðaþjónustu og ræða hvernig markaðsrannsóknir gætu með bestum hætti nýst henni.

Fundarstjóri er Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda.

Skráning fer fram á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000

Nánari upplýsingar veita Brynja Bjarkadóttir verkefnisstjóri, brynja@islandsstofa.is og
Hermann Ottósson forstöðumaður, hermann@islandsstofa.is

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson / arctic-images.com