Fara í efni

Er selurinn vanýtt auðlind í ferðaþjónustu?

Selur
Selur

Á Hvammstanga var á dögunum haldinn stofnfundur Selaseturs Íslands. Að stofnuninni standa heimamenn sem hafa að markmiði að nýta nærveru sela úti fyrir Vatnsnesi til eflingar ferðaþjónustu svæðisins.

Mikill fjöldi selja heldur sig jafnan úti fyrir ströndinni við Vatnsnes og upp í fjöru. Hindisvík er til að mynda talinn einn hentugasti staðurinn hérlendis til selaskoðunar. Þetta hyggjast heimamenn nýta sér með því m.a. að efla mjög upplýsingagjöf til ferðafólks um selinn og lifnaðarhætti hans. Það verður gert í Selasetrinu sem valinn hefur verið staður á Hvammstanga. Hvalaskoðun hefur sem kunnugt er orðið verulegur þáttur í ferðaþjónustu á tilteknum stöðum og er von þeirra er standa að stofnun Selasetursins að hægt verði að nýta selinn í svipuðum tilgangi.

Í fréttum Ríkissjónvarpsins í vikunni var rætt við Gudrun M.H. Kloes, ferðamálafulltrúa Húnaþings vestra, um málið. Sjá frétt RÚV.