Er viðbragðskerfið sprungið?
Slysavarnafélagið Landsbjörg, Háskólinn á Akureyri og staða Nansen prófessors í heimskautafræðum standa fyrir ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri 19. maí, í tengslum við landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ráðstefnan verður undir fyrirsögninni: Er viðbragðskerfið sprungið vegna fjölgunar ferðamanna á Íslandi?
Á ráðstefnunni verður fjallað um þær áskoranir sem viðbragðsaðilar standa frammi fyrir vegna þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna sem orðið hefur á Íslandi á síðustu árum. Ísland hefur margháttaða sérstöðu hvað varðar uppbyggingu innviða og þjónustu við ferðamenn, meðal annars vegna þess hve landið er strjálbýlt og einnig vegna þess að hluti hluti viðbragðskerfisins byggist á framlagi sjálfboðaliða.
Ráðstefnan verður haldin í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 19. maí frá 09:00 til 12:00.
Frummælendur eru:
- Jessica M. Shadian, Nansenprófessor við Háskólann á Akureyri og University of Toronto
- Edward H. Huijbens, Prófessor við Háskólann á Akureyri
- Kjartan Ólafsson, Deildarformaður félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri
- Viðar Magnússon, yfirlæknir bráðþjónustu utan sjúkrahúsa
Að loknum erindum frummælenda verða pallborðsumræður.
Í panelumræðum verða:
- Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar
- Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnar¬ráðherra
- Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
- Eva Björk Harðardóttir, oddviti sveitarstjórnar Skaftárhrepps og hótelstjóri Hótels Laka
- Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar
- Viðar Magnússon, yfirlæknir bráðþjónustu utan sjúkrahúsa