Erlendir ferðamenn í mars álíka margir og í fyrra
Í nýliðnum marsmánuði fóru 26.624 erlendir ferðamenn úr landi um Leifsstöð samkvæmt talningum Ferðamálastofu en um er að ræða svipaðan fjölda erlendra ferðamanna og í sama mánuði árinu áður.
Bretar og Bandaríkjamenn fjölmennastir
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í mars frá Bretlandi (21,5%) og Bandaríkjunum (13,9%). Í þriðja sæti komu Norðmenn (8,6%) og fast á eftir fylgdu Danir (8,3%), Þjóðverjar (8,0%), Svíar (7,6%), Frakkar (5,9%) og Hollendingar (4,5%).
N-Ameríkönum fjölgar mest
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá N-Ameríku (27,3%) og Mið- og S-Evrópu (14,7%). Norðurlandabúar standa í stað en fækkun er frá Bretlandi (-12,6%) og frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokkast undir ,,annað” (11,2%).
Alls hafa tæplega 72 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu það sem af er ári eða 6.300 fleiri ferðamenn en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 9,6% milli ára. Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá N-Ameríku (33,1%) og Mið- og S-Evrópu (20,2%). Norðurlandabúum hefur auk þess fjölgað nokkuð (7,2%), Bretar hafa nokkurn veginn staðið í stað (1,8%) og sama má segja um löndin sem flokkuð eru undir ,,annað”
(-2,4%).
Svipaður fjöldi Íslendinga á ferðinni í mars
Svipaður fjöldi Íslendinga fór úr landi í marsmánuði í ár og í fyrra eða tæp 23 þúsund talsins. Frá áramótum hafa 65 þúsund Íslendingar farið utan en á sama tímabili í fyrra höfðu um 59 þúsund Íslendingar farið utan. Aukningin nemur 9,5% milli ára.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð.
Hér að neðan má sjá nánari skiptingu úr talningum Ferðamálastofu eftir þjóðerni og markaðssvæðum.
BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ | ||||||||||
Mars eftir þjóðernum | Janúar - mars eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2010 | 2011 | Fjöldi | (%) | 2010 | 2011 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 3.035 | 3.710 | 675 | 22,2 | Bandaríkin | 7.298 | 9.519 | 2.221 | 30,4 | |
Bretland | 6.544 | 5.719 | -825 | -12,6 | Bretland | 16.972 | 17.278 | 306 | 1,8 | |
Danmörk | 2.274 | 2.208 | -66 | -2,9 | Danmörk | 4.924 | 5.305 | 381 | 7,7 | |
Finnland | 530 | 339 | -191 | -36,0 | Finnland | 1.073 | 1.010 | -63 | -5,9 | |
Frakkland | 1.604 | 1.582 | -22 | -1,4 | Frakkland | 3.284 | 4.301 | 1.017 | 31,0 | |
Holland | 1.188 | 1.191 | 3 | 0,3 | Holland | 2.696 | 2.858 | 162 | 6,0 | |
Ítalía | 237 | 247 | 10 | 4,2 | Ítalía | 695 | 764 | 69 | 9,9 | |
Japan | 695 | 589 | -106 | -15,3 | Japan | 2.213 | 2.136 | -77 | -3,5 | |
Kanada | 260 | 485 | 225 | 86,5 | Kanada | 738 | 1.180 | 442 | 59,9 | |
Kína | 162 | 239 | 77 | 47,5 | Kína | 568 | 639 | 71 | 12,5
|