Fara í efni

Erlendir ferðamenn í mars álíka margir og í fyrra

Talningar jan_mars
Talningar jan_mars

Í nýliðnum marsmánuði fóru 26.624 erlendir ferðamenn úr landi um Leifsstöð samkvæmt talningum Ferðamálastofu en um er að ræða svipaðan fjölda erlendra ferðamanna og í sama mánuði árinu áður.

Bretar og Bandaríkjamenn fjölmennastir
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í mars frá Bretlandi (21,5%) og Bandaríkjunum (13,9%). Í þriðja sæti komu Norðmenn (8,6%) og fast á eftir fylgdu Danir (8,3%), Þjóðverjar (8,0%), Svíar (7,6%), Frakkar (5,9%) og Hollendingar (4,5%).

N-Ameríkönum fjölgar mest
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá N-Ameríku (27,3%) og Mið- og S-Evrópu (14,7%). Norðurlandabúar standa í stað en fækkun er frá Bretlandi (-12,6%) og frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokkast undir ,,annað” (11,2%).

Alls hafa tæplega 72 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu það sem af er ári eða 6.300 fleiri ferðamenn en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 9,6% milli ára. Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá N-Ameríku (33,1%) og Mið- og S-Evrópu (20,2%). Norðurlandabúum hefur auk þess fjölgað nokkuð (7,2%), Bretar hafa nokkurn veginn staðið í stað (1,8%) og sama má segja um löndin sem flokkuð eru undir ,,annað”
(-2,4%).

Svipaður fjöldi Íslendinga á ferðinni í mars
S
vipaður fjöldi Íslendinga fór úr landi í marsmánuði í ár og í fyrra eða tæp 23 þúsund talsins. Frá áramótum hafa 65 þúsund Íslendingar farið utan en á sama tímabili í fyrra höfðu um 59 þúsund Íslendingar farið utan. Aukningin nemur 9,5% milli ára. 

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð.

Hér að neðan má sjá nánari skiptingu úr talningum Ferðamálastofu eftir þjóðerni og markaðssvæðum.

BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ
Mars eftir þjóðernum Janúar - mars eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2010 2011 Fjöldi (%)   2010 2011 Fjöldi (%)
Bandaríkin 3.035 3.710 675 22,2   Bandaríkin 7.298 9.519 2.221 30,4
Bretland 6.544 5.719 -825 -12,6   Bretland 16.972 17.278 306 1,8
Danmörk 2.274 2.208 -66 -2,9   Danmörk 4.924 5.305 381 7,7
Finnland 530 339 -191 -36,0   Finnland 1.073 1.010 -63 -5,9
Frakkland 1.604 1.582 -22 -1,4   Frakkland 3.284 4.301 1.017 31,0
Holland 1.188 1.191 3 0,3   Holland 2.696 2.858 162 6,0
Ítalía 237 247 10 4,2   Ítalía 695 764 69 9,9
Japan 695 589 -106 -15,3   Japan 2.213 2.136 -77 -3,5
Kanada 260 485 225 86,5   Kanada 738 1.180 442 59,9
Kína 162 239 77 47,5   Kína 568 639 71 12,5