Fara í efni

Erlendir gestir um Leifsstöð í júní 2008

Ferðafólk í Þórsmörk
Ferðafólk í Þórsmörk

Erlendir gestir um Leifsstöð í júní 2008 voru um 56.500 talsins, sem eru 800 fleiri gestir en í júnímánuði á síðastliðnu ári. Erlendum gestum fjölgar því um 1,5 % milli ára.

Af einstökum markaðssvæðum er fjölgunin mest frá Mið- og S-Evrópu eða um 13,4 % og munar mest um fjölgun Frakka og Hollendinga. Norðurlandabúum fjölgar lítillega eða um 1,6%. Bretum fækkar hins vegar um rúm 16 % og N-Ameríkubúum um 22,3%. Brottförum gesta annarra landa Evrópu og fjarmarkaða fjölgar um 17,4% og munar þá mest um 50% aukningu Pólverja.

Brottförum Íslendinga fækkar um nærri 10%.     
Hér má sjá fjölda gesta um Leifsstöð í júní, skipt eftir þjóðernum og markaðssvæðum, en heildarniðurstöður úr talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð má finna hér á vefnum undir liðnum Talnaefni.

Ferðamenn í júní eftir markaðssvæðum
  2007 2008

 Breyting(%)

Norðurlönd 14564 14803 1,6
Bretland 6594 5522 -16,3
Evrópa 11899 13497 13,4
N-Ameríka 9781 7600 -22,3
Annað 12889 15126 17,4
Samtals 55727 56548 1,5
Ferðamenn í júní eftir þjóðernum
  2007 2008

Breyting(%)

Bandaríkin 8788 5993 -31,8
Bretland 6594 5522 -16,3
Danmörk 4632 4743 2,4
Finnnland 1498 1529 2,1
Frakkland 2189 2819 28,8
Holland 1727 2081 20,5
Ítalía 1111 1112 0,1
Japan 463 549 18,6
Kanada 993 1607 61,8
Kína 1779 1023 -42,5
Noregur 4378 4145 -5,3
Pólland 2080 3138 50,9
Rússland 77 39 -49,4
Spánn 684 884 29,2
Sviss 841 743 -11,7
Svíþjóð 4056 4386 8,1
Þýskaland 5347 5858 9,6
Önnur lönd 8490 10377 22,2
Samtals 55727 56548 1,5
Ísland 54769 49493 -9,6