Þróun á mörkuðum
Frá áramótum hefur orðið umtalsverð fjölgun frá Mið-Evrópu, Hollendingum hefur fjölgað um 40%, Frökkum um 24% og Þjóðverjum um 18%. Norðurlandabúum fjölgar um tæp 5% og munar þar mest um fjölgun Finna. Bretum fækkar hins vegar um 4% og gestum frá Bandaríkjunum enn meir eða um 23%. Að stórum hluta má rekja fækkun Bandaríkjamanna til þess að Flugleiðir hættu flugi til Baltimore um miðjan janúar 2008. Kanadamönnun hefur hins vegar fjölgað verulega, sem kemur ekki á óvart, en Toronto var bætt við sem áfangastað í maí 2008. Brottförum annarra landa Evrópu og fjarmarkaða fjölgar töluvert eða um 22%, en þar munar mest um Pólverja.
Þrátt fyrir hátt olíuverð og efnahagssveiflur á okkar helstu markaðssvæðum er búist við aukningu ferðamanna í sumar. Búist er við nokkurri fjölgun gesta frá Mið-Evrópu, enda um aukið sætaframboð að ræða og sterka Evru. Erfitt er að spá fyrir um fjölda gesta á heildina litið, enda hefur sjaldan verið eins mikið um bókanir á síðustu stundu og nú í sumar. Þó svo hljóðið sé mismunandi í ferðaþjónustuaðilum búast flestir við viðunandi útkomu í sumar.
Í meðfylgjandi skjali má sjá fjölda gesta skipt eftir markaðssvæðum, þjóðerni og mánuðum