Farið yfir umsóknir vegna nýsköpunar í ferðaþjónustu
03.04.2009
Eins og greint hefur verið frá hér á vef Ferðamálastofu þá barst fjöldi umsókna um styrk til uppbyggingar í ferðaþjónustu sem iðnaðarráðuneytið auglýsti. Til úthlutunar eru 100 milljónir sem skiptast í tvo flokka, 30 milljónir til uppbyggingar móttökuaðstöðu í höfnum fyrir farþega skemmtiferðaskipa og 70 milljónir til nýsköpunar í ferðaþjónustu.
Úthlutunarnefnd er að meta umsóknir þessa dagana og verður úthlutun lokið fyrir 20. apríl næstkomandi.