Farþegar um Keflavíkurflugvöll 2009
Samkvæmt tölum frá Keflavíkurflugvelli fóru tæplega 1,7 milljónir farþega um völlinn á nýliðnu ári. Þetta er um 16,7% fækkun á milli ára.
Alls voru farþegar 1.658.419 á árinu 2009, samanborið við 1.991.338 farþega árið 2008. Fækkun var í öllum mánuðum ársins að desember undanskyldum þegar farþegafjöldinn var nánast sá sami. Líkt og verið hefur aðra mánuði ársins má búast við að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir desember en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá mun heildarfjöldi gesta til landsins í fyrra jafnframt liggja fyrir. Nánari skiptingu á farþegum um Keflavíkurflugvöll má sjá í meðfylgjandi töflu.
|
Des.09. |
YTD |
Des.08. |
YTD |
Mán. % breyting |
YTD % Breyting |
Héðan: |
33.164 |
706.027 |
36.699 |
867.922 |
-9,63% |
-18,65% |
Hingað: |
41.139 |
714.682 |
41.047 |
878.101 |
0,22% |
-18,61% |
Áfram: |
3.276 |
47.020 |
4.581 |
39.090 |
-28,49% |
20,29% |
Skipti. |
13.525 |
190.690 |
8.611 |
206.225 |
57,07% |
-7,53% |
|
91.104 |
1.658.419 |
90.938 |
1.991.338 |
0,18% |
-16,72% |