Farþegar um Keflavíkurflugvöll í október
Rúmlega 154 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í októbermánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá ISAVIA. Þetta eru 22% fleiri farþegar en í október 2009.
Farþegum á leið til og frá landinu fjölgar um tæp 15% og farþegaum á leið til landsins um tæp 18%. Skiptifarþegum fjölgar um 10 þúsund í október, sem er 65% fjölgun á milli ára.
Frá áramótum hafa tæplega 1,6 milljónir farþegar farið um völlinn en til samanburðar þá voru þeir tæplega 1,5 milljónir á sama tímabili í fyrra, sem er 7,32% fjölgun, eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir október, þar sem taldir eru allir sem fara úr landi um Leifsstöð. Í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur í ljós hlutfall erlendra gesta í þessum tölum.
Okt.10. | YTD | Okt.09. | YTD | Mán. % breyting | YTD % Breyting | |
Héðan: |
61.367 |
636.988 |
53.610 |
632.855 |
14,47% |
0,65% |
Hingað: |
62.385 |
651.418 |
52.978 |
633.498 |
17,76% |
2,83% |
Áfram: |
3.658 |
19.105 |
3.225 |
40.878 |
13,43% |
27.6-53,269% |
Skipti. |
27.063 |
272.732 |
17.058 |
165.278 |
58,65% |
65,01% |
154.473 |
1.580.234 |
126.871 |
1.472.509 |
21,76% |
7,32% |