Ferðafréttir komnar út
25.06.2003
Ferdafrettir2003B
Ferðafréttir, fréttabréf Ferðamálaráðs Íslands, eru komnar út. Fjölbreytt efni er í þessu fyrsta tölublaði ársins.
Meðal efnisatriða er kynning á nýjum aðferðum í markaðssetningu Íslands, sagt er frá vinnu sem er að fara í gang við nýja stefnumótun fyrir íslenska ferðaþjónustu, skipurit Ferðamálaráðs er kynnt og rætt við nýjan markaðsstjóra. Þá er rætt við nokkra aðila í ferðaþjónustu víðsvegar um land og þeir spurðir um horfur í sumar, fjallað um flokkun gististaða, flugsamgöngur til og frá landinu, nýja Norrænu, upplýsingamiðstöðvar og Félag ferðamálafulltrúa, verkefni Ráðstefnuskrifstofu Íslands, úthlutun styrkja í umhverfismálum o.fl. Fréttabréfið er hægt að nálgast í rafrænni útgáfu hér á vefnum.
Lesa fréttabréf (pdf-150 KB)