Ferðafréttir komnar út
Ferðafréttir, fréttabréf Ferðamálaráðs, eru komnar út. Þær eru að þessu sinni að nokkru leyti helgaðar þeim tímamótum að fyrr á þessu ári voru 40 ár liðin frá stofnun Ferðamálaráðs Íslands.
Meðal annars eru birtar myndir úr hófi sem haldið var í tilefni afmælisins, nokkrar myndir frá fyrri árum sem eru í eigu ráðsins og rætt við Birgi Þorgilsson, fyrrverandi ferðamálastjóra og formann Ferðamálaráðs. Af öðru efni fréttabréfsins má nefna viðtal við samgönguráðherra, yfirlit um þróun og ástand á helstu markaðssvæðum og rætt er við ferðamálafulltrúa vítt um land um ferðasumarið 2004. Af þeim viðtölum að dæma virðist víðast var vera um aukningu að ræða, enda hefur ferðamönnum haldið áfram að fjölga og ferðalög Íslendinga um eigið land virðast færast í aukana. Þá er í fréttabréfinu farið yfir ýmis þau verkefni sem í gangi eru hjá Ferðamálaráði, svo sem umhverfismál, flokkun gististaða, upplýsingamál, og fleira. Ferðafréttir eru aðgengilegar sem PDF-skjal hér á vefnum.
Lesa fréttabréf (pdf-576 KB)