Fara í efni

Ferðamál í brennidepli á vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunar

Sumarkunnun 20114
Sumarkunnun 20114

Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands verður haldin í fjórða sinn, föstudaginn 23. mars í aðalbygingu HÍ. Efni og erindi tengd ferðamálum skipa þar veglegan sess.

Ráðstefnan hefst kl. 11.00 í hátíðarsal aðalbyggingar HÍ með erindi Dr. Edward Huijbens, forstöðumanns Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, sem ber yfirskriftina: Íslensk ferðaþjónusta, þekking og þarfir.  Á ráðstefnunni verða flutt 15 erindi sem byggja á nýjum fræðilegum og hagnýtum rannsóknum um ýmis svið viðskiptafræðinnar, svo sem markaðsfræði, mannauðsstjórnun, stefnumótun og menningarfræði.  Allar greinar sem kynntar verða á ráðstefnunni verða birtar í rafrænu ráðstefnuriti sem gefið verður út af Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands og verður aðgengilegt á vefnum www.ibr.hi.is 
 
Eftir flutning erinda kl. 15:30  verður efnt til pallborðsumræðna sem Gunnar Rafn Birgisson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik stýrir. Yfirskriftin er: Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu
 
Þátttakendur:
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar hjá Íslandsstofu
Dr. Edward Huijbens, forstöðumaður rannsóknamiðstöðvar ferðamála
Matthías Imsland, framkvæmdastjóri hjá WOWair
Friðrik Eysteinsson, aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands  
 
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis

Dagskrá ráðstefnunnar