Ferðamálaráð Íslands og Ferðamálasamtök Íslands funda í Vík
25.02.2004
Á morgun, fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20:00, munu Ferðamálaráð Íslands og Ferðamálasamtök Íslands halda fund í Halldórskaffi í Vík. Fundarefnið er "Verkefni í ferðaþjónustu".
Dagskrá:
Inngangur: Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs Íslands
Erindi flytja:
1. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri
2. Eymundur Gunnarsson, ferðamálafulltrúi.
Umræður og fyrirspurnir.
Formenn Ferðamálaráðs og Ferðamálasamtaka Íslands, fulltrúar í ferðamálaráði og ferðamálastjóri sitja fyrir svörum.
Allir velkomnir.