Ferðamálastofa auglýsir tvö ný störf sérfræðinga
Hjá Ferðamálastofu eru laus til umsóknar tvö ný störf sérfræðinga. Annað er á starfsstöðinni í Reykjavík en hitt á Akureyri.
Rannsóknir, greiningar, upplýsingamiðlun og vefmál - Reykjavík
Ferðamálastofa óskar eftir að ráða sérfræðing í 100% starf. Starfið heyrir beint undir ferðamálastjóra á starfsstöð stofnunarinnar í Reykjavík og tengist þeim sviðum starfseminnar sem styðja við fagsvið Ferðamálastofu, þ.e. rannsóknir og greiningar, sem og upplýsingamiðlun og vefmál. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Starfssvið m.a.:
- Gagnavinnsla og upplýsingamiðlun, m.a. vegna verkefna á sviði svæðisbundinnar þróunar
- Miðlun alþjóðlegra upplýsinga
- Ýmis verkefni sem varða öflun og miðlun upplýsinga á kjarnasviðum Ferðamálastofu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólagráða á sviði ferðamálafræða, eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Færni í greiningu, úrvinnslu og miðlun gagna.
- Góð tölvukunnátta sem gagnast í starfi
- Reynsla af störfum innan ferðaþjónustu er kostur
- Þekking á opinberri stjórnsýslu og málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga kostur
Leitað er að karli eða konu sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði í starfi, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og skipulagshæfileika. Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti er skilyrði. Framúrskarandi kunnátta í ensku er skilyrði og góð kunnátta í a.m.k. einu norðurlandamáli er æskileg.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sólrún A. Jónsdóttir, rekstrarstjóri (solrun@ferdamalastofa.is).
Umsóknir
Umsóknarfrestur og skil á umsóknum er til 12. desember nk. Viðkomandi einstaklingur þarf að geta hafið störf sem fyrst. Sótt er um störfin á www.starfatorg.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um starfið hefur verið tekin.
Lögfræðingur - Akureyri
Ferðamálastofa óskar eftir að ráða lögfræðing í 100% starf. Starfið heyrir undir stjórnsýslu- og umhverfissvið á starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Starfssvið m.a.:
- Eftirlit með leyfisskyldri starfsemi skv. lögum um skipan ferðamála nr. 73/2005
- Stjórnsýsluleg meðferð mála
- Afgreiðsla stjórnsýsluerinda, umsagna og álitsgerða
- Ýmis lögfræðileg úrlausnarefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Embættispróf eða meistaragráða í lögfræði
- Þekking á opinberri stjórnsýslu og málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga kostur
Leitað er að karli eða konu sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði í starfi, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og skipulagshæfileika. Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti er skilyrði. Góð kunnátta í ensku og a.m.k. einu norðurlandamáli er æskileg, sem og góð tölvuþekking.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Helena Þ. Karlsdóttir, forstöðumaður stjórnsýslu- og umhverfissviðs (helena@ferdamalastofa.is),
Umsóknir
Umsóknarfrestur og skil á umsóknum er til 12. desember nk. Viðkomandi einstaklingur þarf að geta hafið störf sem fyrst. Sótt er um störfin á www.starfatorg.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um starfið hefur verið tekin.