Ferðamálastofa hefur ráðið nýjan forstöðumann á meginlandi Evrópu
Davíð Jóhannsson hefur verið ráðinn sem nýr forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt í Þýskalandi. Davíð er 41 árs gamall rekstrarhagfræðingur og lætur af störfum sem framkvæmdastjóri ITD Island Tours í Frankfurt.
Starfssvið skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt nær yfir meginland Evrópu auk þess að frá áramótum hefur skrifstofan yfirumsjón með markaðsverkefninu Iceland Naturally í Evrópu, en það verkefni nær einnig yfir Bretland. Davíð hefur störf um miðjan mars nk. Fráfarandi forstöðumaður er Haukur Birgisson sem verið hefur forstöðumaður skrifstofunnar síðastliðin. fimm ár. Haukur hefur starfað tæp 10 ár hjá Ferðamálaráði/Ferðamálastofu og lætur nú af störfum að eigin ósk. Haukur mun flytjast til Íslands og hefur ákveðið að reka eigið fyrirtæki í samstarfi við fjárfesta.